Gott að vita

Opnunartímar og sérbókanir

Þjóðveldisbærinn er opinn gestum yfir sumartímann, frá 1. maí til 30. september frá kl. 10-17:30.

Við tökum á móti hópum allan ársins hring og fara bókanir fram á info@thjodveldisbaer.is  Þangað má einnig senda línu til að forvitnast um leyfi fyrir ljósmynda- og kvikmyndatökum, giftingum og öðru sem svæðið gæti boðið upp á.

Stuttur gangur er frá bílastæðinu upp að Þjóðveldisbænum.

Ertu á ferðinni?

Þjórsárdalur er einstakt útivistarsvæði sem er ríkt af náttúruperlum. Þar má nefna Hjálparfoss, Búrfellsskóg og Háafoss. Í Gjánni leynast einnig margar gönguleiðir og liggur ein þeirra að upphaflega bæjarstæðinu að Stöng.

Á south.is má finna upplýsingar um alla þá fjölbreyttu afþreyingu, gistingu og veitingastaði sem eru í nágrenni Þjóðveldisbæjarins. 

Þyrstir þig í meiri fróðleik?

Um allt Ísland eru varðveittar húsaminjar sem endurspegla horfna tíma, fyrri samfélög og sögu byggingarlistar í landinu. Á heimasíðu Húsasafnsins má finna upplýsingar um hvar minjarnar eru staðsettar.

Á Þjóðminjasafni Íslands er síðan hægt að komast í snertingu við Íslandssöguna frá landnámi til nútímans á sýningunni Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár.

Samstarfsaðilar

Rekstur og viðhald Þjóðveldisbæjarins er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Þjóðminjasafn Íslands, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar. Í hússtjórn sitja fulltrúar þeirra. Landsvirkjun heldur utan um rekstur Þjóðveldisbæjarins í góðri samvinnu við aðra samstarfsaðila.

Að byggingu Þjóðveldisbæjarins komu meðal annarra; Hörður Ágústsson húsasmíðameistari, Gunnar Bjarnason smiður og Stefán Friðriksson torfhleðslumaður. Að smíði kirkjunnar komu meðal annarra; Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, Gunnar Bjarnason og Leifur Ebenezarson, smiðir, og Helgi Sigurðsson sem sá um vegghleðslur.